A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Upplýsingamiđstöđin á Hólmavík

| 20. júní 2010

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Ströndum er starfrækt í húsnæði Galdrasafnsins á Hólmavík þetta sumarið, en Strandagaldur tók að sér rekstur hennar fyrir sveitarfélagið Strandabyggð. Miðstöðin er opin alla daga frá 9:00-18:00 og verður opin daglega fram til 15. september.

Undanfarna daga hefur starfsfólk Strandagaldurs meðal annars unnið að endurgerð heimasíðu Upplýsingamiðstöðvarinnar sem er að finna á slóðinni www.holmavik.is/info. Þar er að finna upplýsingar um ferðaþjónustu á Ströndum, vegalengdir og myndbönd frá Ströndum. Talsverðar gestakomur eru inn á Upplýsingamiðstöðina á hverjum degi og eykst með hverjum deginum. Ferðaþjónar á Vestfjörðum eru hvattir til að senda bæklinga og annað efni til að miðla á miðstöðinni.

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík
Staðsetning:
Höfðagötu 8, Austurhúsi Galdrasafnsins
Sími: 451-3111 - Netfang: info@holmavik.is - Vefur: www.holmavik.is/info
Opnunartími: 9-18 alla daga til 15. september 2010

Minnt á menningarverđlaun

| 18. júní 2010

Minnt er á að nú er að renna út frestur til að senda inn tilnefningar til menningarverðlauna Strandabyggðar sem Menningarmálanefnd hyggst veita. Frestur er til sunnudagsins 20. júní og skal senda tilnefningar á holmavik@holmavik.is og er gott að hafa rökstuðning með. Verðlaunin verða veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Markmiðið með verðlaununum er að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í Strandabyggð. Ætlunin er að verðlaunin verði afhent við hátíðlega athöfn á Hamingjudögum á Hólmavík ár hvert.

Gleđilegan ţjóđhátíđardag (vatnslaust um morguninn)!

| 17. júní 2010

Strandabyggð vill óska lesendum síðunnar gleðilegs þjóðhátíðardags. Nóg er um að vera í sveitarfélaginu á þessum merkisdegi. Ungmennafélagið Geislinn stendur fyrir hátíðardagskrá á Hólmavík og hefst fjörið með blöðrusölu og andlitsmálun í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 12:00. Skrúðganga fer af stað frá Félagsheimilinu kl. 14:00 og liggur leiðin að Klifstúni (neðan við kirkjuna) þar sem fjallkonan treður upp og farið verður í leiki.

Af öðrum viðburðum í Strandabyggð á 17. júní má nefna að golfmót verður haldið á Skeljavíkurvelli og opið hús verður í golfskálanum. Á Sauðfjársetrinu verður þjóðhátíðarkaffi um daginn og spurningakeppni undir nafninu Kaffi Kviss um kvöldið. Strandakúnst opnar nýja sölubúð í Þróunarsetrinu og verður opið frá 14-17 í sumar. Að sjálfsögðu er einnig opið hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum og fleira hægt að gera sér til gamans.

Rétt er að koma því einnig að hér að vatnslaust verður í rauða og appelsínugula hverfinu á Hólmavík að morgni 17. júní, frá kl. 9:00. Vonast er til að viðgerð á vatnsveitunni taki ekki meira en hálftíma.

Ný sveitarstjórn Strandabyggđar tekin viđ

| 16. júní 2010
Viđ höfnina á Hólmavík
Viđ höfnina á Hólmavík

Ný sveitarstjórn Strandabyggðar er tekin við stjórnartaumum og hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 15. júní 2010. Fundinn sátu Jón Gísli Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fyrir J-lista og Jón Jónsson og Katla Kjartansdóttir fyrir V-lista. Á fundinum var lögð fram sameiginleg yfirlýsing listanna um samstarf á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Í framhaldi af því var Jón Gísli Jónsson kjörinn oddviti Strandabyggðar og Jón Jónsson varaoddviti. Yfirlýsing listanna um samstarfið er birt hér að neðan:   

...
Meira

Menningarverđlaun Strandabyggđar

| 15. júní 2010
Á Furđuleikum Sauđfjársetursins
Á Furđuleikum Sauđfjársetursins

Í vetur ákvað Menningarmálanefnd Strandabyggðar að stofna til sérstakra Menningarverðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Hamingjudögum á Hólmavík nú í sumar. Menningarmálanefnd skipar jafnframt dómnefnd þá sem velur úr innsendum tillögum, en Menningarmálanefnd er nú skipuð þeim Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Jóni Halldórssyni, Salbjörgu Engilbertsdóttur sem er formaður hennar, og Guðrúnu Guðfinnsdóttur sem tók sæti í nefndinni meðan Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hamingjudaga. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar muni þessi nefnd starfa áfram fram yfir Hamingjudaga.

...
Meira
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir

Vefumsjón