A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frábćrt tćkifćri: Leikskólastjóri á Ströndum

| 03. desember 2010

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir leikskólastjóra. Í skólanum eru um 30 börn í tveimur deildum og þar dvelja börn frá 1 árs aldri. Einkunnarorð skólans eru: Gleði - Virðing - Vinátta.

 

Meginhluverk leikskólastjóra er að:

# Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi 
# Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
# Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi við sveitarstjórn

 

Menntunar- og færnikröfur:
# Leikskólakennaramenntun áskilin
# Menntun, hæfni og reynsla í stjórnun æskileg
# Færni í mannlegum samskiptum

# Áhugi á börnum og samskiptum við þau

# Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

 

Hólmavík er í 234 km fjarlægð frá Reykjavík og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð sem rúmlega 500 manns búa í. Þar er góð þjónusta, öflugur grunn- og tónlistaskóli, fjölbreytt menningarstarf og góð íþrótta- og útivistaraðstaða í einstaklega fallegu umhverfi. Nánar á www.strandabyggd.is og www.123.is/laekjarbrekka.

 

Umsóknarfrestur er til 15. desember næstkomandi. Umsóknir, ásamt ferilskrá og meðmælendum, berist á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, netfang: holmavik@holmavik.is, sem einnig gefur nánari upplýsingar í s. 451-3510.

Nýtt starf: Félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólahreppi

| 02. desember 2010
 

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur auglýsa nýtt og spennandi starf sameiginlegs félagsmálastjóra laust til umsóknar. Sveitarfélögin  bjóða upp á heillandi mannlíf, einstaka náttúrufegurð og fjölbreytt starfsumhverfi. Um er að ræða 70% starf með möguleikum á viðbótarverkefnum hjá sveitarfélögunum. 


Helsta starfssvið félagsmálastjóra:

 • Almenn fagleg félagsleg ráðgjöf
 • Yfirumsjón með málefnum fatlaðra
 • Móttaka og úrvinnsla á umsóknum um fjárhagsaðstoð
 • Mannaforráð og skipulag félagslegrar heimaþjónustu
 • Forvarnir, fræðsla og samskipti við íbúa í sveitarfélögunum
 • Önnur málefni félagsþjónustu sem upp koma á svæðinu

 

Hæfniskröfur:

 • Félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
 • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærilegum störfum mikilvæg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áræðni og dug til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Félagsmálastjóri vinnur náið með nýrri sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra.  Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða. Staðsetning meginsstarfsstöðvar félagsþjónustunnar verður ákveðin í samráði við nýjan félagsmálastjóra. 


Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til:  Skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík.
S: 451-3510. Netfang:
holmavik@holmavik.is  

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2010.

Kjörsókn í Strandabyggđ

| 30. nóvember 2010

Enn er beðið eftir niðurstöðum úr kosningum til Stjórnlagaþings sem fram fóru s.l. laugardag, 27. nóvember 2010. Kjörsókn var víðast hvar dræm. Í Strandabyggð var kjörsókn 33,5%. Enginn frambjóðandi var í framboði til Stjórnlagaþings úr Strandabyggð.

Tómstundafulltrúi í Strandabyggđ

| 26. nóvember 2010

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um nýtt starf tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu.  Um er að ræða 75-100% starf eftir samkomulagi.

 

Tómstundafulltrúi mun sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast menningarmálum, tómstunda- og íþróttastarfi í sveitarfélaginu og hafa yfirumsjón með þeim málaflokkum.

 

Mikilvægur hluti af verksviði tómstundafulltrúa er að veita Félagsmiðstöðinni OZON á Hólmavík forstöðu, vinna að stefnumörkun fyrir starfsemina og bera ábyrgð á fjármunum félagsmiðstöðvarinnar.

 

Hugmynda-, undirbúnings- og skipulagsvinna verður viðamikill þáttur í starfi tómstundafulltrúa. Hann á að vinna að því að efla félagslíf og tómstundastarf ólíkra aldurshópa í sveitarfélaginu og annast samskipti við félagasamtök og stofnanir. Tómstundafulltrúi mun einnig sinna viðburðastjórnun við atburði og uppákomur á vegum sveitarfélagsins eftir því sem við á og taka þátt í stýrihóp sveitarfélagsins um forvarnir. Þá er tómstundafulltrúa ætlað að vinna að fjármögnun verkefna og undirbúa skapandi starf vinnuskóla og sjálfboðaliðasamtaka í sveitarfélaginu.

 

Hæfnis- og menntunarkröfur:

 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Frumkvæði og hugmyndaauðgi

 

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til:

 

Skrifstofu Strandabyggðar, s. 451-3510

Hafnarbraut 19

510 Hólmavík
Netfang: holmavik@holmavik.is

 

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2010.

Hvernig aukum viđ áhuga, ábyrgđ og áhrif foreldra á skóla-, uppeldis- og fjölskyldumálum?

| 26. nóvember 2010
Helga Margrét Guđmundsdóttir
Helga Margrét Guđmundsdóttir

Það er okkur sem störfum hjá Heimili og skóla mikilvægt að vita til þess að stjórnendur og foreldrar við Grunnskólann á Hólmavík eru að vinna hörðum höndum að því að efla samstarf heimilis og skóla. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, vinna sífellt að vitundarvakningu meðal foreldra um hvernig foreldrar geta haft áhrif á skólasamfélagið. Í þeim tilgangi hafa samtökin gefið út sérstakar handbækur fyrir foreldrafélög og hafa haldið úti fræðslu og námskeiðum um aðkomu foreldra að stjórnun skóla.  Einnig gefa samtökin út vefritið Samstíga sem sent er til allra foreldrafélaga og skóla í landinu.

...
Meira
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón