A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Engin börn á leikskólanum Lćkjarbrekku

| 26. janúar 2012
Sverrir Guđbrandsson á snjóblásaranum í Sýslumannshallanum. Mynd Sigurđur Marinó Ţorvaldsson
Sverrir Guđbrandsson á snjóblásaranum í Sýslumannshallanum. Mynd Sigurđur Marinó Ţorvaldsson
« 1 af 2 »
Engin börn eru á leikskólanum Lækjarbrekku en leikskólinn opnaði kl. 10:30 í morgun (skrifað kl. 13:30). Þeir foreldrar / forráðamenn sem hafa hug á að koma með börn sín í leikskólann síðar í dag er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Þorsteinsdóttur deildarstjóra í síma 451 3411.

Snjómokstur innanbæjar á Hólmavík gengur hægt en örugglega. Enn eru vegir víðast hvar á Ströndum og Vestfjörðum ófærir og mjög snjóþungt. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sverri Guðbrandsson á snjóblásaranum að hreinsa Sýslumannshallann á Hólmavík.

Leikskólinn Lćkjarbrekka opinn

| 26. janúar 2012
Deildarstjórarnir Hlíf Hrólfsdóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir hafa opnað báðar deildir í leikskólanum Lækjarbrekku. Enn er þung ófærð á Hólmavík og ljóst að einhvern tíma mun taka að opna götur bæjarins.

Deildarstjórarnir fengu aðstoð Áhaldahúss við að komast til vinnu en starfsmenn Áhaldahúss ásamt Björgunarsveitinni Dagrenningu hafa verið að aðstoða fólk við að komast til vinnu í morgun, einkum starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík.

Mokstur ađ hefjast á Hólmavík

| 26. janúar 2012
Töluverđur snjór er á götum Hólmavíkur eins og sjá má á ţessari mynd sem Sigurđur Atlason tók í morgun.
Töluverđur snjór er á götum Hólmavíkur eins og sjá má á ţessari mynd sem Sigurđur Atlason tók í morgun.

Mokstur er að hefjast á Hólmavík nú um kl. 10:15. Vegagerðin er að byrja að opna Hafnarbrautina og hafist verður handa við að moka aðrar götur á Hólmavík samhliða.

Birtar verða fréttir á vefnum þegar leikskólinn Lækjarbrekka opnar.

Starfsfólk leikskólans Lćkjarbrekku kemst ekki til vinnu

| 26. janúar 2012
Starfsfólk leikskólans Lækjarbrekku kemst ekki til vinnu. Leikskólinn verður því lokaður þangað til farið verður að opna götur innanbæjar á Hólmavík. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með fréttum á vef Strandabyggðar.

Kolófćrt innanbćjar á Hólmavík og um alla Vestfirđi

| 26. janúar 2012
Ófćrt um alla Vestfirđi
Ófćrt um alla Vestfirđi
Kolófært er nú innanbæjar á Hólmavík þegar þetta er skrifað kl. 7:40. Vegagerðin mun ekki opna Hafnarbrautina að svo stöddu og aðrar leiðir verða ekki opnaðar fyrr en líður á morguninn. Þá er ófært um allar Strandir og Vestfirði, sjá hér.

Skólastarf í Grunnskólanum á Hólmavík fellur niður vegna þessa eins og sjá má hér að neðan.
Eldri fćrslur

Facebook

Atburđadagatal

« Maí 2016 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir

Vefumsjón