A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslukvöldi um barnsmissi frestađ um viku

| 31. október 2012
Regnbogi á Ströndum - ASJ
Regnbogi á Ströndum - ASJ
Fræðslukvöld um barnsmissi sem fara átti fram í Hólmavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember hefur verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Ný dagsetning á viðburðinn, sem er opinn fyrir alla og fjallar um sorgarúrvinnslu i kjölfar fósturláts eða barnsmissis, er fimmtudagurinn 8. nóvember kl. 20:00.

Það er Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Reykhóla og Stranda sem heldur fyrirlesturinn.

Fjölmennur fyrirlestur um netfíkn

| 25. október 2012
Fyrirlesturinn var afar vel sóttur - ljósm. Jón Jónsson
Fyrirlesturinn var afar vel sóttur - ljósm. Jón Jónsson
« 1 af 2 »
Fyrirlestur Eyjólfs Arnar Jónssonar sálfræðings um netfíkn sem fram fór í Félagsheimilinu í gær var afskaplega vel sóttur, en rétt tæplega 80 manns sóttu viðburðinn. Eyjólfur kom inn á mörg atriði sem hreyfðu duglega við gestum og tók dæmi sem án efa voru sjokkerandi fyrir marga, enda er netfíkn alvarlegt vandamál og mjög svo vaxandi í hinum vestræna heimi.

Eftir fyrirlesturinn gátu gestir lagt fram spurningar og við það sköpuðust miklar og gagnlegar umræður. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stóð fyrir fyrirlestrinum. Styrktaraðilum og fyrirlesara er hér með þakkað innilega fyrir sitt framlag.

Frćđslukvöld um barnsmissi

| 25. október 2012
Fyrirlesturinn fer fram í Hólmavíkurkirkju - ljósm. ASJ
Fyrirlesturinn fer fram í Hólmavíkurkirkju - ljósm. ASJ
Fræðslukvöld um barnsmissi verður haldið í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 fimmtudaginn 1. nóvember. Viðburðurinn er ætlaður fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri flytur fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Styrktaraðilar fræðslukvöldsins eru Strandasýsludeild Rauða Krossins, Hólmavíkurkirkja, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Hildur Jakobína er stofnandi samtakanna Litlir englar, en samtökin eru ætluð þeim sem hafa misst börn sín í móðurkviði, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að fjölmenna á fræðslukvöldið.

Reglur um sérstakar húsaleigubćtur

| 23. október 2012
Félagsţjónusta Stranda og Reykhóla
Félagsţjónusta Stranda og Reykhóla
Velferðarnefnd og öll sveitarfélög sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps hafa samþykkt reglur um sérstakar húsaleigubætur. Þessar bætur eru ætlaðar þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Bæturnar eru fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu í félagslegu húsnæði eða á almennum markaði umfram almennar húsaleigubætur.

Reglurnar má nálgast með því að smella hér
.

Er dót í geymslunni ţinni?

| 23. október 2012
Kolaport verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 4. nóvember kl. 12:00-16:00. Það eru öflugir krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon sem standa fyrir viðburðinum sem er liður í fjáröflun fyrir starf miðstöðvarinnar í vetur. Í Kolaportinu verður líf og fjör, kaffi, kakó og kökur og nóg af góðum varningi til sölu.

Þeir sem vilja selja varning geta haft samband við Arnar S. Jónsson í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Borð kostar kr. 1.000.-
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2018 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nćstu atburđir

Vefumsjón