A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrri hópur Vinnuskólans lýkur störfum í dag

| 06. júlí 2012
Vinnuskólinn á námskeiđi - ljósm. ASJ
Vinnuskólinn á námskeiđi - ljósm. ASJ
« 1 af 2 »
Í dag lýkur fyrra vinnutímabili hjá Vinnuskóla Strandabyggðar, en það hefur nú staðið yfir í fimm vikur. Um fimmtán hressir krakkar hafa verið við störf á þessum tíma og hafa lagt mikla og góða vinnu í fegrun Hólmavíkur. Í tilefni starfslokanna er að sjálfsögðu mikið fjör hjá hópnum í dag, ratleikur um Hólmavík, vatnsbað frá slökkviliðinu og pizza á Café Riis. Í gær var hópurinn í alvarlegri hugleiðingum á skyndihjálparnámskeiði í Hnyðju hjá Gunnari S. Jónssyni sjúkraflutningsmanni.

Strandabyggð þakkar þessum góðu starfsmönnum kærlega fyrir vel unnin störf og býður næsta vinnuhóp velkominn til starfa í næstu viku.

Sauđfjársetriđ hlaut heiđursverđlaun

| 06. júlí 2012
Ester Sigfúsdóttir framkvćmdastjóri glöđ í bragđi - ljósm. JJ
Ester Sigfúsdóttir framkvćmdastjóri glöđ í bragđi - ljósm. JJ
Á laugardagskvöldi á Hamingjudögum var Sauðfjársetri á Ströndum veitt sérstök heiðursverðlaun vegna ríkulegs framlags til menningar á Ströndum gegnum árin. Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri tók við verðlaununum fyrr hönd safnsins sem á tíu ára afmæli í ár. Margt er á döfinni hjá safninu hvað varðar framkvæmdir og frekari uppbyggingu.

Í máli Kötlu Kjartansdóttur, formanns Tómstundasviðs, kom fram að safnið hlyti verðlaunin ekki síst fyrir að hafa haft jákvæð áhrif á menningu og mannlíf í héraðinu og vera uppspretta fróðleiks, lista og menningar fyrir alla fjölskylduna. Til hamingju!

Einar Hákonarson hlýtur Menningarverđlaun Strandabyggđar 2012

| 05. júlí 2012
Einari afhent Menningarverđlaun Strandabyggđar 2012 - ljósm. JG
Einari afhent Menningarverđlaun Strandabyggđar 2012 - ljósm. JG
« 1 af 3 »
Á Hamingjudögum afhenti listamaðurinn Einar Hákonarson sveitarfélaginu Strandabyggð listaverk sem hefur hlotið nafnið Seiður. Unnið hafði verið að uppsetningu verksins undanfarnar vikur, en það setur sérstaklega mikinn svip á Hólmavíkurkauptún.

Ingibjörg Valgeirsdóttir veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd Strandabyggðar og skýrði frá því við sama tækifæri að Einar hefði hlotið Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2012, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar tók ákvörðun um verðlaunin sem nú voru veitt í þriðja sinn. Við óskum Einari innilega til hamingju með verðlaunin og Strandamönnum öllum til hamingju með hið glæsilega og seiðandi listaverk.

Vel heppnađir Hamingjudagar ađ baki

| 05. júlí 2012
Svipmyndir frá Hamingjudögum - ljósm. IV
Svipmyndir frá Hamingjudögum - ljósm. IV
« 1 af 10 »
Nú eru Hamingjudagar á Hólmavík að baki. Hátíðin gekk frábærlega. Blíðviðri var alla helgina og mikill fjöldi fólks heimsótti Strandabyggð í hamingjuleit. Á laugardeginum var fjöldi sölubása í Fiskmarkaðnum, Leikhópurinn Lotta sýndi Stígvélaða köttinn á Klifstúni, fólk gat skoðað listsýningar, skellt sér í gokart, siglingu, á hestbak, til teiknara eða miðils svo fátt eitt sé nefnt.

Um kvöldið var síðan blásið til Hnallþóruhlaðborðs sem var afskaplega glæsilegt þetta árið. Hvanndalsbræður lokuðu síðan laugardagsskemtuninni með fjölsóttum dansleik í Félagsheimilinu. Hér með fréttinni gefur að líta fjölda svipmynda frá laugardeginum á Hamingjudögum.

Tímabundiđ starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur

| 02. júlí 2012
Auglýst er tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík til eins árs, frá 1. ágúst 2012 - 31. júlí 2013.
Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu....
Meira
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2017 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir

Vefumsjón