A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ársreikningur Strandabyggđar 2011

| 07. júní 2012
Ársreikningur Strandabyggðar 2011 sem hefur verið lagður fram og samþykktur í sveitarstjórn Strandabyggðar er nú aðgengilegur á netinu, sjá hér. 

Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu 2011 var neikvæð um kr. 4,7 m. Rekstrarniðurstaða A hluta árið 2011 var neikvæða um kr. 6,6 m. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam kr. 30,9 m en veltufé frá rekstri A hluta nam kr. 20,2 m. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011, A og B-hluti nam kr. 228 m samkvæmt efnahagsreikningi og skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu kr. 373,6 m., þar af A hluti kr. 304 m. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. des. 2011 nema eignir A-hluta kr. 641,3 m og samantekinn A og B- hluti kr. 601,7 m. 

Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum er ekki gert ráð fyrir að kjörnir skoðunarmenn staðfesti ársreikning.

Auglýst eftir veiđimanni til hefđbundinnar minkaveiđar

| 06. júní 2012
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir veiðimanni með minkahund til hefðbundinnar minkaveiðar í sveitarfélaginu. Samningur er einungis gerður við aðila sem hefur gilt veiðikort. Lögð er áhersla á að leitað sé í varplöndum og við veiðiár. Einnig leitað með sjó, svo sem kostur er.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 11. júní 2012.

Stuđningur viđ ţingsályktunartillögu um heilsársveg í Árneshrepp

| 06. júní 2012
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent frá sér umsögn um tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársveg í Árneshrepp. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur gert slíkt hið sama. Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 29. maí s.l. var meðfylgjandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp (þingskjal 1417) og hvetur þingmenn til að vinna kappsamlega að því að málið nái fram að ganga. Heilsársvegur í Árneshrepp er afar brýnt hagsmunamál fyrir íbúa á Ströndum og grundvallaratriði fyrir jákvæða byggðarþróun.

...
Meira

Vorsýning leikskólans Lćkjarbrekku

| 06. júní 2012
Myndir frá opnun vorsýningar leikskólans Lćkjarbrekku, myndir I. Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri
Myndir frá opnun vorsýningar leikskólans Lćkjarbrekku, myndir I. Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri
« 1 af 24 »
Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík 25. maí s.l. Á sýningunni má líta fjölda glæsilegra listaverka eftir nemendur skólans sem unnin hafa verið skólaárið 2011- 2012. Gullkorn sem nemendur hafa látið falla í dagsins önn setja einnig sterkan blæ á sýninguna og fá gesti til að sjá lífið og tilveruna í nýju og oft á tíðum stórskemmtilegu ljósi. 

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru hvattir til að skoða sýninguna sem stendur uppi fram yfir Hamingjudaga 2012.

Félagsmálastjóri í fríi 4. - 14. júní 2012

| 04. júní 2012

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 4.-14.júní 2012. Ef brýn barnaverndarmál koma upp vinsamlega hafið samband við 112. Ef um annars konar mál eru að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á félagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir

Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2017 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir

Vefumsjón