A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Siggi Atla hlaut hvatningarverđlaun ferđaţjónustunnar

| 21. október 2011
Snillingurinn Sigurđur Atlason - ljósm. af strandir.is
Snillingurinn Sigurđur Atlason - ljósm. af strandir.is

Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs og formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, fékk um síðustu helgi hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Verðlaunin voru veitt á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem var haldin að Núpi í Dýrafirði. Sigurður hefur um árabil unnið mjög ötult starf í þágu ferðaþjónustu, umhverfismála, menningar og alhliða markaðssetningar á Ströndum og Vestfjörðum.

Meðal þess sem Sigurður hefur unnið að af miklum krafti er Upplýsingamiðstöð ferðamála sem rekin er af Strandabyggð í gegnum samning við Strandagaldur. Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningar sem bárust og var það samdóma álit hennar að Sigurður væri fremstur meðal jafningja. Við óskum Sigurði innilega til hamingju með verðlaunin, enda er hann afskaplega vel að þeim kominn!

 

Nýtt lógó Félagsţjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 20. október 2011
« 1 af 2 »
Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó" félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) er í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem standa að félagsþjónustunni en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar....
Meira

Reglur um félagslega heimaţjónustu og liđveislu

| 20. október 2011
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps og sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa samþykkt reglur um félagslega heimaþjónustu og liðveislu. Samþykkt var tekjutengt gjald fyrir félagslega heimaþjónustu eins og hjá öðrum sveitarfélögum landsins. Reglurnar eru aðgengilegar inn á heimasíðum sveitarfélaganna ásamt umsóknareyðublöðum en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofum sveitarfélaganna. Umsóknir berist til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Óskađ eftir íbúđarhúsnćđi - fjölgun í Strandabyggđ

| 19. október 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur verið beðið um að koma eftirfarandi á framfæri: 
 

5 manna fjölskylda óskar eftir íbúð til leigu á Hólmavík. Vinsamlegast hafið samband við Elísabetu í síma 771 9796 eða sendið tölvupóst á netfangið novemberplus@visir.is.

Í frétt sem birtist á vefnum www.bb.is kemur fram að Strandabyggð er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum þar sem íbúum fer fjölgandi en fækkun íbúa á Vestfjörðum er mikið áhyggjuefni:

...
Meira

Sundmót á Reykhólum fellur niđur

| 18. október 2011
Sundmađur á sundi - ljósm. af strandir.is
Sundmađur á sundi - ljósm. af strandir.is

Sundmótinu sem vera átti í Grettislaug á Reykhólum nú síðar í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir mótið, en líklegt er að reynt verði að halda annað mót um næsta vor.

 

Þetta kom fram á vef HSS, www.123.is/hss.

 

Eldri fćrslur

Facebook

Atburđadagatal

« Maí 2015 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón