A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá sveitarstjóra

| 18. apríl 2012

Kæru íbúar Strandabyggðar.

Ég hef tekið þá afar erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu sem sveitarstjóri Strandabyggðar frá og með 1. september 2012 vegna fjölskylduástæðna.

Það eru spennandi tímar framundan í okkar öfluga samfélagi - eins og alltaf!

Með hlýju þakklæti,
Ingibjörg

Hnyđja skal hún heita

| 17. apríl 2012
Framkvćmdum í Hnyđju er nú ađ mestu lokiđ og hefur móttaka Strandabyggđar veriđ flutt niđur.
Framkvćmdum í Hnyđju er nú ađ mestu lokiđ og hefur móttaka Strandabyggđar veriđ flutt niđur.

Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var í Strandabyggð í kvöld var samþykkt að neðsta hæðin í Þróunarsetrinu hljóti nafnið Hnyðja. Var nafnið samþykkt með fjórum atkvæðum en alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á hæðina og þakkar sveitarfélagið fyrir þessa glæsilegu þátttöku.

Móttaka Strandabyggðar var flutt niður í Hnyðju í dag þar sem íbúar geta nú sótt þjónustu sveitarfélagsins. Vonast er til að truflanir á síma- og netsambandi á morgun verði sem minnstar og er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þær kunna að valda. Formleg opnun verður haldin föstudaginn 4. maí n.k. og verður hún auglýst nánar síðar.

Truflanir vegna flutninga

| 17. apríl 2012
Vegna flutninga móttöku sveitarfélagsins Strandabyggðar niður á neðstu hæð Þróunarsetursins má búast við truflunum á síma- og netsambandi í dag og á morgun. Er beðist velvirðingar á þeim töfum á þjónustu sem þetta kann að valda.

117 tillögur bárust í nafnasamkeppni

| 13. apríl 2012
Neđsta hćđin verđur fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Neđsta hćđin verđur fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu sem nú verið að taka í notkun. Sveitarstjórn Strandabyggðar bíður það vandasama verk að velja nafn á hæðina á sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður þriðjudaginn 17. apríl 2012. Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnun sem haldin verður fyrir íbúa og verður auglýst nánar síðar. Tillögurnar 117 má sjá hér. Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir þessa glæsilegu þátttöku. Spennandi verður að sjá niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

 

Fundur sveitarstjórnar Strandabyggđar

| 13. apríl 2012
Fundur 1195 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 og má sjá dagskrá fundarins hér: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/367/
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Desember 2016 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nćstu atburđir

Vefumsjón