Menningarverðlaun Strandabyggðar 2025
Heiðrún Harðardóttir | 19. júní 2025
Menningarverðlaun Strandabyggðar og heiðursverðlaun Strandabyggðar voru veitt við hátíðlega athöfn 17 júní við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík.
Heiðursverðlaun Strandabyggðar hlaut Aðalbjörg Þóra Þorsteinsdóttir fyrir margra ára óeigingjarnt starf í menningarsetrinu Strandakúnst. Aðalbjörg var ein af stofnendum handverksfélagsins Strandakúnst og hefur hún starfað hjá félaginu á hverju sumri í yfir 30 ár. Aðalbjörg var einnig formaður handverksfélagsins í 8 ár. Aðalbjörg er frumkvöðull, dugleg og með mikla ástríðu fyrir handverksfélaginu Strandakúnst.
Menningarverðlaun Strandabyggðar hlaut Leikfélag Hólmavíkur fyrir metnaðarfullt menningarstarf í sveitarfélaginu og fyrir öflugt starf við uppsetningu og framsetningu á leiksýningunni 39 þrep. Leikfélag Hólmavíkur setti upp stóra og tilkomumikla leiksýningu sem var sýnd í Bragganum á Hólmavík fimm sinnum í vetur. Mikil vinna var sett í leikmynd, leikmuni, búninga og aðra umgjörð í kringum leiksýninguna. Þessi metnaðarfulla vinna leikfélagsins varð til þess að leiksýningin 39 þrep var valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Hólmavíkur sýndi því 39 þrep á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í lok maí.
Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.
Heiðursverðlaun Strandabyggðar hlaut Aðalbjörg Þóra Þorsteinsdóttir fyrir margra ára óeigingjarnt starf í menningarsetrinu Strandakúnst. Aðalbjörg var ein af stofnendum handverksfélagsins Strandakúnst og hefur hún starfað hjá félaginu á hverju sumri í yfir 30 ár. Aðalbjörg var einnig formaður handverksfélagsins í 8 ár. Aðalbjörg er frumkvöðull, dugleg og með mikla ástríðu fyrir handverksfélaginu Strandakúnst.
Menningarverðlaun Strandabyggðar hlaut Leikfélag Hólmavíkur fyrir metnaðarfullt menningarstarf í sveitarfélaginu og fyrir öflugt starf við uppsetningu og framsetningu á leiksýningunni 39 þrep. Leikfélag Hólmavíkur setti upp stóra og tilkomumikla leiksýningu sem var sýnd í Bragganum á Hólmavík fimm sinnum í vetur. Mikil vinna var sett í leikmynd, leikmuni, búninga og aðra umgjörð í kringum leiksýninguna. Þessi metnaðarfulla vinna leikfélagsins varð til þess að leiksýningin 39 þrep var valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Hólmavíkur sýndi því 39 þrep á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í lok maí.
Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.