A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leiðrétting vegna fréttar RÚV um tap á rekstri Strandabyggðar árið 2024

Þorgeir Pálsson | 16. júní 2025
Kæru íbúar Strandabyggðar, 

Vegna umfjöllunar á RÚV í gær um tap á rekstri Strandabyggðar á árinu 2024, sem sagt er vera 94 milljónir, er rétt að undirstrika að tap á rekstri A og B hluta sveitarfélagsins var samtals 49 milljónir. Fréttamaður hefur bætt við þessa tölu tapi á rekstri A hluta, að því er virðist. Ég hef þegar óskað eftir leiðréttingu á þessu. Ein helsta skýringin á þessu tapi, er að framlög Jöfnunarsjóðs drógust saman á síðasta ári um 160 milljónir og það munar um það.  Hagnaður var á rekstri Strandabyggðar árið 2023 um 75 milljónir.

Það er betra að hafa þetta rétt.
Áfram Strandabyggð 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón