A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kynningarfundur á "Vistvernd í verki".

| 06. janúar 2010

Fimmtudaginn 7. janúar kl. 19:30 verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu um umhverfisverkefnið "Vistvernd í verki" sem er alþjóðlegt fræðsluverkefni er miðar að því að hvetja samfélög til að tileinka sér vistvænan lífsstíl og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.  Býðst íbúum Strandabyggðar nú að taka þátt í visthóp þar sem Strandabyggð hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu.  Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið.

Visthópur samanstendur af 5-8 manns sem hittast á 6 fundum þar sem farið er yfir mikilvæga þætti í rekstri heimilanna s.s. meðhöndlun úrgangs, rafmagns-, hita- og vatnsnotkun, samgöngumál og innkaup.  Munu leiðbeinendur halda utan um hópana og útdeila verkefnum sem felast í því að mæla ofangreinda þætti og leita leiða til að  spara.  Bera þátttakendur saman bækur sínar og leita sameiginlegra úrlausna á viðfangsefninu.  Í lok námskeiðar skila þátttakendur niðurstöðum mælinga sem gerir kleift að meta sparnað heimilanna og um leið árangurinn af visthópastarfinu.  Nánari upplýsingar er hægt að finna undir liðnum Tilkynningar hér að neðan.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón