Stjórnarfundur 2. október 2012

| 03. desember 2012
Fundur þann 2. október 2012 kl. 16:30

Mættar: Jóhanna, Árný og Heiða

1. Rætt um leiksýninguna Búkollu. Sýning verður 26. Nóvember 2012. Kostnaður foreldrafélagsins við sýninguna er 12.000,- kr. Er það samþykkt.

2. Undirbúningur fyrir jólahátíð.

3. Gjalddagi 1. nóvember á greiðsluseðli.

4. Hafa samband við skólastjóra um gjafir fyrir leikskólann frá foreldrafélaginu.

5. Kanna hvað Henson-gallar kosta fyrir börn í leikskólanum.
3500 + vsk m/logo 450 + vsk
Nafn 400 + vsk
4400 + 502 = 4900 kr gallinn.
Foreldrafélagið niðurgreiðir um 1000 kr gallann.

Fundi slitið 17:10

Ađalfundur 31. janúar 2012

| 03. desember 2012
Aðalfundur foreldrafélagsins haldinn 31. janúar kl. 17:00 í leikskólanum.

Mættar: Jóhanna Hreinsdóttir, Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Árný Huld Haraldsdóttir, Guðrún Margrét Jökulsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir og Guðný Sverrisdóttir.

1. Skýrsla stjórnar lesin.

2. Farið yfir ársreikning 2010-2011. Samþykkt samhljóða.

3. Kosning nýrrar stjórnar. Fráfarandi stjórn endurkjörin og Guðrún Margrét Jökulsdóttir kosinn varamaður.

4. Önnur mál.
• Samþykkt að afnema sumargjöf.
• Rætt um undirskriftarlista fyrir stækkun og breytingum á leikskóla og lóð.
• Rætt um að leyfa búninga á öskudag. Voru allir sammála um það.
• Rætt um íþróttahúsið. Leikskólabörnin geta verið í skóm þar.
• Skoða þarf afmælisdaga og ýta undir hollan mat.

Fundi slitið 17:50

Stjórnarfundur 23. janúar 2012

| 03. desember 2012

Mættar: Heiða, Jóhanna og Árný.

1. Undirbúningur fyrir aðalfund.

2. Yfirlit yfir það sem hefur verið gert frá nóv. 2010 til des 2011

Ný stjórn tekur við nóvember 2010.

Desember 2010: Gefur bókagjöf sem fyrri stjórn var búin að panta. Ákveðið að gefa ekki hverjum starfsmanni gjöf heldur sameiginlegan konfektkassa.

Mars 2011: Ákveðið að afnema systkinaafslátt á félagsgjöldum. Eindagar á greiðsluseðlum 1. maí og 15. október.

Apríl 2011: Fengum Grunnskólann á Drangsnesi til þess að halda leiksýningu í Bragganum. Frítt var inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Hvert barn greiddi 500 kr. Ágóði af leiksýningu var 14.000,- kr.

Apríl 2011: Fundur með nýjum leikskólastjóra. Rætt um hlutverk og tilgang foreldrafélagsins.

Júní 2011: Foreldrafélagið tekur þátt og aðstoðar við vorhátíð. Lagði til breytingar um að foreldrar yrðu boðnir velkomnir og að formleg útskrift elsta hóps færi fram. Það var gert og heppnaðist mjög vel. Foreldrafélagið gefur sumargjöf, sápukúlur. (Hugmynd um að sleppa sumargjöfum og færa frekar leikskólanum gjöf sem nýtist í starfi, þarf ekki að vera á hverju ári.)

September 2011: Foreldrafélagið tók þátt í greiðslu á leiksýningunni Gýpugarnagaul.

September 2011: Stjórn foreldrafélagsins ákveður að fresta aðalfundi fram yfir áramót vegna hagræðingar við gerð ársreikninga.

Desember 2011: Gefur bókagjöf, ein bók á yngri deild og önnur á eldri. Sameiginlegur konfektkassi fyrir starfsfólk.


Fundi slitið kl. 18:15

Eldri fćrslur
Vefumsjón